Þórður verður fyrirliði í sínum 50. leik
Þórður Guðjónsson mun leika sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Albönum í vináttulandsleik á miðvikudag. Af því tilefni mun hann bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn. Byrjunarliðið í heild sinni verður tilkynnt hér á vef KSÍ að morgni leikdags.