18 þátttökuleyfi samþykkt á fyrri fundi leyfisráðs
Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 fór fram í vikunni. Fyrir fundinum lágu umsóknir félaganna 24 í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild.
Á fundinum kynnti leyfisstjóri stöðu mála hjá félögunum sem undirgangast leyfiskerfið, farið var yfir stöðu hvers félags um sig og fylgigögn með leyfisumsóknum skoðuð gaumgæfilega. Umsóknir 18 félaga voru samþykktar, en 6 félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum.
| Leyfiskerfi - 2015: Ákvarðanir | ||
| Félag | Ákvörðun | Athugasemd |
| BÍ/Bolungarvík | Vikufrestur | |
| Breiðablik | Samþykkt | |
| FH | Vikufrestur | |
| Fjarðabyggð | Samþykkt | |
| Fjölnir | Samþykkt | |
| Fram | Samþykkt | |
| Fylkir | Samþykkt | |
| Grindavík | Samþykkt | |
| Grótta | Vikufrestur | |
| Haukar | Vikufrestur | |
| HK | Samþykkt | |
| ÍA | Samþykkt | |
| ÍBV | Vikufrestur | |
| KA | Samþykkt | |
| Keflavík | Samþykkt | |
| KR | Samþykkt | |
| Leiknir R. | Samþykkt | Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22 |
| Selfoss | Samþykkt | Aga- og úrskurðarnefnd vegna greinar 22 |
| Stjarnan | Samþykkt | |
| Valur | Vikufrestur | |
| Víkingur Ól. | Samþykkt | |
| Víkingur R. | Samþykkt | |
| Þór | Samþykkt | |
| Þróttur R. | Samþykkt | |
Málum tveggja félaga af þeim 18 sem fengu útgefið þátttökuleyfi verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.
Grein 22 - Dómgæsla og knattspyrnulögin
Leiknir og Selfoss uppfylltu ekki grein 22. Enginn fulltrúi þessara félaga sótti fund KSÍ um dómgæslu og knattspyrnulögin á árinu 2014 og enginn sambærilegur fundur var haldinn á vegum viðkomandi félaga. Málunum verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.



.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)



