• fös. 24. maí 2024
  • Leyfiskerfi

Húsfyllir á kynningu um fjármál

Húsfyllir var á súpufundi í höfuðstöðvum KSÍ þar sem kynnt var samantektarskýrsla Deloitte og KSÍ um fjármál íslenskrar knattspyrnu.  Í skýrslunni eru birtar greiningar á ársreikningum þeirra félaga sem hafa tekið þátt í keppni efstu deilda karla og kvenna á árunum 2020-2023.

Tekjuliðir og gjöld félaganna hafa verið greind og ýmis áhugaverð atriði borin saman. Einnig er í skýrslunni greint frá upplýsingum um kaup og sölur leikmanna, aðsókn á knattspyrnuleiki, sektarviðurlög og fleira.

Gögn úr ársuppgjörum félaganna eru sett fram á gagnvirkan og notendavænan hátt með mælaborði Microsoft Power BI sem gefur fólki innsýn í rekstur félaganna á skýran og aðgengilegan hátt. Samanburður á milli knattspyrnufélaga og ára verður vart auðveldari með örfáum smellum.

Skoða skýrsluna