Nýr starfsmaður á skrifstofu KSÍ
KSÍ hefur ráðið Ingibjörgu (Systu) Jónsdóttur í tímabundið starf á skrifstofu sambandsins. Ráðningin gildir frá febrúar til 1. október 2018.
Systa, sem hefur áralangan bakgrunn í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. sem sjálfboðaliði í tengslum við ýmis verkefni, mun sjá um símavörslu og móttöku gesta, og meðal annarra verkefna má nefna útgáfu aðgönguskírteina, verkefni á sviði mótadeildar, undirbúningur funda og viðburða, auk almennrar þjónustu við aðildarfélög KSÍ. KSÍ býður Systu hjartanlega velkomna til starfa.



