• fös. 11. maí 2018
  • Landslið

A karla - Hópurinn sem fer á HM í Rússlandi

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A karla, kynnti í dag lokahóp Íslands sem fer á HM í Rússlandi. 

Auk þeirra 23 leikmanna sem skipa hópinn voru 12 aðrir leikmenn valdir til að vera til taks verði skakkaföll í hópnum. 

Íslenska liðið hefur leik gegn Argentínu þann 16. júní í Moskvu. Næsti leikur er síðan gegn Nígeríu þann 22. júní í Volgograd og sá síðasti gegn Króatíu í Rostov-on-Don þann 26. júní.