• lau. 09. feb. 2019
  • Ársþing

Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson sæmd gullmerki ÍSÍ

Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru sæmd gullmerki ÍSÍ á ársþingi KSÍ.

Það var Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem sæmdi þau gullmerkinu, en þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Guðrún Inga og Vignir Már stíga nú til hliðar úr stjórn KSÍ að loknu ársþinginu.Guðrún Inga hefur setið í aðalstjórn KSÍ frá 2007 og verið varaformaður sambandsins frá 2015. Vignir Már hefur setið í aðalstjórn KSÍ frá 2007 og verið undanfarið formaður mótanefndar og landsliðsnefndar U21 karla.