• mið. 22. maí 2019
  • Hæfileikamótun

27 krakkar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Selfossi

Í síðustu viku voru æfingar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir lið á Suðurlandi og að þessu sinni fóru æfingarnar fram á Selfossi.  Alls tóku 13 strákar og 14 stelpur þátt í æfingunum sem gengu, að vanda, mjög vel. Því miður komust fulltrúar ÍBV ekki á æfinguna að þessu sinni því ekki var fært úr Eyjum. Æfingarnar fóru fram á grasi í logni og hressandi hellirigningu - "kjöraðstæður" segja gárungarnir. Að vanda stóðu leikmenn sig vel, lögðu hart að sér og voru sér og sínum til sóma.

Þjálfarar í Hæfileikamótun þakka Selfyssingum kærlega fyrir móttökurnar.

Smellið hér til að lesa allt um hæfileikamótun KSÍ