• fös. 14. jún. 2019
  • Stjórn
  • Ársþing

Skipuð í nefndir á vegum UEFA 2019-2023

Á fundi stjórnar Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) sem haldinn var í Bakú í Aserbaídsjan 29. maí síðastliðinn var skipað í ýmsar nefndir og ráð á vegum UEFA.  Gildir sú skipun fyrir tímabilið 2019-2023 og tekur gildi frá og með 1. júlí á þessu ári.  Hér að neðan má sjá yfirlit þeirra sem skipuð voru úr röðum íslenskrar knattspyrnu.

Nefnd um mót landsliða (National Team Competitions Committee): Guðni Bergsson, 3. varaformaður.
Nefnd um knattspyrnu kvenna (Women’s Football Committee): Guðrún Inga Sivertsen.
Nefnd um leyfiskerfi (Club Licensing Committee): Lúðvík Georgsson.
Nefnd um markaðsmál og ráðgjöf (Marketing Advisory Committee):  Borghildur Sigurðardóttir.
Nefnd um háttvísi og samfélagslega ábyrgð (Fair Play and Social Responsibility Committee): Klara Bjartmarz, 3. varaformaður.

KSÍ hefur um árabil kappkostað að vera virkt í innra starfi hjá UEFA og FIFA og er þessi þátttaka í alþjóðlegum verkefnum viðurkenning á því starfi.