• þri. 18. jún. 2019
  • Mótamál

Evrópudeildin: Mótherjar íslensku liðanna

Dregið hefur verið í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA, en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon, Sviss.  Stjarnan var eina íslenska liðið í efri styrkleikaflokki og verða mótherjar Stjörnumanna Levadia Tallinn frá Eistlandi.  Fyrri viðureign liðanna verður í Garðabænum.  KR-ingar mæta norska liðinu Molde og leika fyrri leikinn á útivelli, en Breiðablik, sem mætir Vaduz frá Liechtenstein, byrjar á heimavelli.  

Vefur UEFA

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.