• mið. 19. jún. 2019
  • Mótamál

Evrópudeildin - Búið að draga í 2. umferð

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dregið hefur verið í 2. umferð Evrópudeildarinnar og fór drátturinn fram í Nyon í Sviss.

Ef Valur dettur út gegn Maribor í Meistaradeild Evrópu kemur liðið inn í 2. umferð Evrópudeildarinnar og mætir annað hvort Ferencvaros, frá Ungverjalandi, eða Ludogorets, frá Búlgaríu.

KR eða Molde mæta annað hvort FK Cukaricki frá Serbíu eða FC Banants frá Armeníu.

Breiðablik eða Vaduz mæta  annað hvort FK Zeta frá Makedóníu eða Fehervar FC frá Ungverjalandi.

Stjarnan eða Levadia Tallin mæta Espanyol frá Spáni.

Leikirnir fara fram 25. júlí og 1. ágúst.