• mið. 31. júl. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Stjarnan og Valur leika í Evrópudeildinni á fimmtudag

Stjarnan og Valur leika seinni leiki sína í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á fimmtudag.  Stjörnumenn taka á móti spænska liðinu Espanyol á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:15.  Íslandsmeistarar Vals mæta Ludogorets á heimavelli þeirra síðarnefndu í Razgrad í Búlgaríu og hefst sá leikur kl. 17:30 að íslenskum tíma.

Fyrri viðureign Stjörnunnar og Espanyol lauk með 4-0 sigri Spánverjanna, en sá leikur fór fram í Barcelona.  Valsmenn gerði 1-1 jafntefli við Ludogorets þegar liðin áttust við á Origo-vellinum að Hlíðarenda

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net