• mán. 30. sep. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir PSG í 16-liða úrslitum

Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í höfuðstöðvum UEFA í dag, mánudag, en eins og kunnugt er sló Breiðablik tékkneska liðið Sparta Prag út í 32-liða úrslitum.  Mótherjar Breiðabliks í 16-liða úrslitum eru ekki af verri endanum - franska stórliðið PSG.

Fyrri viðureign liðanna fer fram 16. eða 17. október í París, en heimaleikur Breiðabliks verður 30. eða 31. október.