• mið. 02. okt. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Unglingadeild UEFA - 4-0 sigur hjá ÍA gegn Levadia Tallin

ÍA vann góðan 4-0 sigur gegn Levadia Tallin í fyrri leik liðanna í Unglingadeild UEFA.

Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði tvö mörk og þeir Marteinn Theodórsson og Brynjar Snær Pálsson sitt markið hvor.

Leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum og mætast liðin öðru sinni í Tallin miðvikudaginn 23. október.

Sigurvegari viðureignarinnar mætir Derby County eða FC Minsk í næstu umferð.