• mið. 11. des. 2019
  • Landslið
  • U15 karla

U15 karla - Ísland mætir Sviss í tveimur vináttuleikjum í maí 2020

U15 ára landslið karla mætir Sviss í tveimur vináttuleikjum í maí 2020 og fara báðir leikirnir fram hér á landi.

Fyrri leikurinn verður leikinn 26. maí og sá síðari 28. maí.

Liðin mættust í þessum aldursflokki árið 2018 og fóru leikirnir þá einnig fram hér á landi. Sviss vann báða leikina í það skiptið, þann fyrri 1-4 og þann síðari 1-3.