• mán. 13. jan. 2020
  • Fræðsla

Tveir þjálfarar útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristján Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni, og Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KA, útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu fra norska knattspyrnusambandinu 12.janúar 2020.

UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA.

KSÍ óskar Kristjáni og Óla Stefáni til hamingju með áfangann.