• þri. 14. jan. 2020
  • Fræðsla

KSI IV A þjálfaranámskeið 31. janúar-2. febrúar

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Knattspyrnusamband Íslands heldur KSÍ IV A þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu helgina 31. janúar–2. febrúar 2020.

Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið.

Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst á næstu dögum.

Skráning er hafin en hægt er að skrá sig hér: https://forms.gle/Uhtd2PKHNMSmboUk7

Þátttökugjald á fyrra námskeiðinu er kr. 25.000.

Hægt er að greiða á staðnum eða með því að leggja inn á reikning Knattspyrnusambands Íslands:

0101-26-700400
Kt. 700169-3679

Æskilegt er að fólk sem greiðir í heimabanka sendi kvittun í tölvupósti á dagur@ksi.is.