• mið. 22. jan. 2020
  • Mótamál

Boðið upp á keppni varaliði í meistaraflokki karla

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frestur til að tilkynna þátttöku í keppni varaliða til fimmtudagsins 30. janúar

KSÍ hefur ákveðið að bjóða upp á keppni varaliða í meistaraflokki karla sumarið 2020. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.

Þátttökurétt hafa öll félög sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks karla 2020.

Ekki er heimilt að tefla fram samvinnuliðum.

Ákveðið hefur verið að hlutgengir til leiks séu allir leikmenn félagsins og mun mótanefnd KSÍ ákveða keppnisfyrirkomulag þegar þátttaka liggur fyrir.

Gert er ráð fyrir að fjöldi leikja verði um það bil tveir í mánuði.

KSÍ leggur til dómara í leikina, heimalið sér um að manna aðstoðadómara.

Þátttökutilkynning

Sendið tölvupóst á birkir@ksi.is og tilgreinið nafn félags.

Frestur til að tilkynna þátttöku er til fimmtudagsins 30. janúar.