• mið. 05. feb. 2020
  • Dómaramál

Landsdómararáðstefna 8. febrúar

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Laugardaginn 8. febrúar fer fram hin árlega landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.

Fjölbreytt og áhugaverð erindi verða í boði ásamt því að lagt verður fyrir dómarana skriflegt próf. 57 dómarar hafa rétt til setu á ráðstefnunni.