• fim. 13. feb. 2020
  • Mótamál

Drög að niðurröðun 2. deildar kvenna 2020

Mynd - fotbotli.net - Hafliði Breiðfjörð

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum 2. deildar kvenna keppnistímabilið 2020.

Fram og Hamar mæta til leiks með ný lið og HK er einnig á meðal þátttakenda, en frá 2001 hefur liðið teflt fram sameinuðu liði með Víkingi R.

Tíu lið taka þátt í mótinu í ár og eru þau:

Álftanes

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir

Fram

Grindavík

Hamar

Hamrarnir

HK

ÍR

Leiknir R.

Sindri

Leikin er tvöföld umferð.

Upplýsingaskjal