• þri. 24. mar. 2020
  • Mannvirki
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerð um mannvirkjasjóð KSÍ

Á fundi stjórnar KSÍ 19. mars sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð KSÍ. Reglugerðin hefur þegar verið birt á heimasíðu KSÍ og gildir fyrir árin 2020-2023.

Breytingartillögur á reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð KSÍ, sem samþykktar voru af stjórn, voru unnar af mannvirkjanefnd annars vegar og laga- og leikreglnanefnd hins vegar. Um er að ræða heildarbreytingar, m.a. á heiti reglugerðarinnar, sem heitir nú reglugerð KSÍ um úthlutun styrkja úr mannvirkjasjóði KSÍ fyrir árin 2020-2023.

Vakin er sérstök athygli á því að umsókn um styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ skal berast framkvæmdastjóra KSÍ fyrir 15. apríl ár hvert.

Reglugerð KSÍ um úthlutun styrkja úr mannvirkjasjóði KSÍ fyrir árin 2020-2023

Skorkort mannvirkjanefndar