• mán. 20. júl. 2020
  • Fræðsla

Yfir 20 heimsóknir hjá Mola fyrstu tvær vikurnar

Útbreiðsluverkefnið "Komdu í fótbolta með Mola" er komið á fulla ferð.  Verkefnið, sem er framhald á sama verkefni frá árinu 2019, felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt. Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hefur sem fyrr umsjón með verkefninu og mun hann setja upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.

Fyrstu heimsóknirnar voru í vikunni 13. - 17. júlí og halda áfram í þessari viku.  Í síðustu viku fór Moli í heimsóknir til ellefu heimsóknir og tíu heimsóknir eru komnar á dagskrá þessa vikuna.

Smellið hér til að lesa meira um "Komdu í fótbolta með Mola 2020"

Smellið hér til að skoða dagskrána 2020 (dagskráin verður uppfærð jafnóðum og heimsóknir bætast við)