• mið. 29. júl. 2020
  • Fræðsla

Moli á fleygiferð um landið

Moli (Siguróli Kristjánsson) er á fleygiferð um landið með "Komdu í fótbolta" verkefnið, sem felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt.  Moli hefur nú þegar farið í 22 heimsóknir víðs vegar um landið.  Settar eru upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum. 

Um er að ræða framhald á sama verkefni frá árinu 2019 sem vakti gríðarlega lukku og á þeim stöðum þar sem Moli var að koma annað árið í röð urðu miklir fagnaðarfundir.  Smellið hér að neðan til að skoða verkefnið nánar og til að skoða myndir frá heimsóknum og dagskrána, sem verður uppfærð jafnóðum og heimsóknir bætast við.

Nánar um verkefnið (og myndir frá heimsóknum)

Dagskráin 2020