• mið. 18. nóv. 2020
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Valur úr leik í Meistaradeildinni

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur er úr leik í Meistaradeildinni eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City.

Leikurinn fór fram á Origovellinum, en það voru Glasgow City sem komust yfir á 51. mínútu þegar Leanne Crichton skoraði. Mist Edvardsdóttir jafnaði svo leikin á 80. mínútu og þar við sat. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu og fór leikurinn því í vítaspyrnukeppni þar sem Glasgow City vann 5-4.