• mið. 09. des. 2020
  • Agamál

Dómur í máli KR gegn stjórn KSÍ

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli nr. 4/2020 KR gegn stjórn KSÍ. Hefur áfrýjunardómstóllinn staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í málinu.

Í niðurstöðukafla dómsins segir m.a.:
„Ákvörðun stjórnar KSÍ 30. október 2020 byggir á Covid-reglugerð KSÍ sem sett var með stjórnskipulega réttum hætti eins og að framan greinir. Stjórn KSÍ framkvæmdi heildstætt mat á öllum aðstæðum, atvikum og áhrifum þess ef mótum yrði ekki lokið innan tímamarka reglugerðarinnar. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að aðstæður hafi verið með öðrum hætti en lýst hefur verið hér að framan og að mat stjórnar KSÍ hafi byggt á öðru en málaefnalegum sjónarmiðum þar sem mat á heildarhagsmunum aðildarfélaga KSÍ hafi verið hafðir í huga. Áfrýjunardómstóll KSÍ fellst því ekki á þá málsástæðu áfrýjanda að lokaákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október 2020 hafi ekki verið byggð á réttum lagalegum grundvelli og nauðsyn vegna meiriháttar utanaðkomandi atburðar.
Með vísan til þessa og að öðru leyti með vísan til forsendna í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ er hinn áfrýjaði úrskurður staðfestur.“

Dómur áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 4/2020 í heild sinni