• fim. 18. feb. 2021
  • Fræðsla

Fjölbreyttar greinar um störf þjálfara

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) gefur árlega út veglegt rafrænt tímarit fyrir þjálfara, The Technician.  Í tímaritinu eru fjölbreyttar greinar um störf þjálfara í Evrópu, jafnt grasrótarþjálfara sem og þjálfara á hæsta getustigi. 

Á meðal efnis í nýjustu útgáfu tímaritsins má nefna umfjöllun um meiðsli og endurhæfingu leikmanna, undirbúning landsliðsþjálfara fyrir úrslitakeppni EM yngri landsliða, leikfræðilega greiningu á leikjum í Evrópumótum félagsliða, mikilvægi mataræðis og næringar leikmanna, auk viðtals við Robbie Keane, fyrrverandi landsliðsmann Írlands, og skref hans frá því að vera leikmaður yfir í að verða þjálfari.

Skoða The Technician