• fim. 18. feb. 2021
  • Fræðsla

Trans börn og íþróttir

Árið 2019 voru samþykkt lög nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði sem voru mikil réttarbót fyrir trans fólk og kveða m.a. á um breytingar á skráningu kyns. Undanfarin ár hafa fleiri trans börn stigið fram á Íslandi en hér áður fyrr og vill KSÍ tryggja að þau upplifi sig velkomin og örugg í fótboltanum.   

KSÍ ákvað því að fá upplýsingar um hvernig best væri að taka á móti og halda utan um þennan hóp innan knattspyrnuhreyfingarinnar og fékk Svandísi Önnu Sigurðardóttur, sérfræðing í hinsegin- og kynjajafnréttismálum til þess að útbúa fræðslu um trans börn og íþróttir. Í fræðslunni fer Svandís Anna yfir nokkur grundvallaratriði og ræðir hvað þarf að gera til þess að trans börn njóti sín í íþróttum. Einnig fjallar hún um lög um kynrænt sjálfræði og hinseginvænni menningu í íþróttum.

Skoða nánar