• fös. 19. feb. 2021
  • Mótamál

Drög að niðurröðun 2. deildar kvenna 2021

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum 2. deildar kvenna keppnistímabilið 2021.

2. deild kvenna hefst með tveimur leikjum 12. maí, en þá mætast Fram og Hamararnir annars vegar og KH og Hamar hins vegar. Umferðinni lýkur svo með fjórum leikjum degi síðar, 13. maí. Leikjaniðurröðun má sjá hér að neðan:

2. deild kvenna

Breyting verður á mótafyrirkomulagi deildarinnar, en leikin er einföld umferð og leikur hvert lið 12 leiki. Eftir þessa einföldu umferð fer fram úrslitakeppni fjögurra liða þar sem fjögur efstu lið mótsins komast í úrslit. Í undanúrslitum er leikið heima og að heiman, en þar mætast:

Lið í 4. sæti - lið í 1. sæti

Lið í 3. sæti - lið í 2. sæti

Sigurvegarar í undanúrslitum leika til úrslita og tapliðin leika um 3. sætið. Leikið er til þrautar og ákveður Mótanefnd KSÍ leikstaði.

Fjögur ný félög taka þátt í deildakeppninni tímabilið 2021, en þau eru:

Einherji Vopnafirði - tóku síðast þátt 2018

KH Reykjavík - tóku síðast þátt 2016

KM Reykjavík

SR Reykjavík

Það eru því 33 lið sem eru skráð til leiks í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna og er það fjölgun um fjögur lið frá 2020.