• þri. 23. feb. 2021
  • Ársþing

Marc Boal hlýtur fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 18. febrúar síðastliðinn að fjölmiðlaviðurkenning KSÍ fyrir árið 2020 væri veitt Marc Boal vegna útgáfu á bókinni Sixty four degrees north.

Það er vissulega ekki óalgengt að erlent knattspyrnuáhugafólk sýni íslenskri knattspyrnu áhuga og fylgist vel með. Sá áhugi sem Skotinn Marc Boal hefur hins vegar sýnt knattspyrnunni hér á landi er af allt annarri gráðu. Marc hefur nýlega gefið út bók um íslenska knattspyrnu (64 degrees north), þar sem stiklað er á stóru um upphaf og sögu íþróttarinnar á Íslandi, fjallað um íslensk félagslið, leikvanga og margt fleira. Þetta er ekki fyrsta ritið sem Marc gefur út um íslenska boltann, og verður vonandi ekki það síðasta.

Fjölmiðlaviðurkenningin er að öllu jöfnu afhent á ársþingi KSÍ en þingið verður með óhefðbundnu sniði í ár og því fær Marc viðurkenningargripinn sendan til Skotlands.