• fös. 26. feb. 2021
  • Ársþing

11 félög hafa ekki skilað inn kjörbréfi fyrir ársþing KSÍ

57 félög hafa nú skilað kjörbréfi fyrir ársþing KSÍ sem fram fer laugardaginn 27. febrúar. Alls eiga 68 félög seturétt á þinginu og því eru ennþá 11 félög sem eiga eftir að skila kjörbréfum og eru þau hvött til að gera það sem allra fyrst.

Á þeim 57 kjörbréfum sem nú þegar hefur verið skilað inn eru nöfn 130 þingfulltrúa (þar af 19 konur) en alls eiga 143 þingfulltrúar seturétt á þinginu.