• fös. 26. feb. 2021
  • Ársþing

Lokaundirbúningur ársþings

75. ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 27. febrúar - að þessu sinni rafrænt í gegnum fjarfundabúnað.  Lokaundirbúningur fyrir þingið er í fullum gangi og er öll aðstaða í höfuðstöðvum KSÍ tilbúin, en þar verða starfsmenn þingsins staðsettir og þaðan verður þinginu stjórnað. Þingfulltrúar og gestir þingsins tengjast í gegnum fjarfundabúnað og þá verður einnig hægt að fylgjast með þinginu í beinni vefútsendingu á miðlum KSÍ. 

Þingfulltrúum stendur til boða að "mæta" á æfingu fyrir þingið milli kl. 14:00 og 16:00 í dag föstudag, og prófa að tengjast þinginu og jafnframt að prófa kosningakerfið, og hafa allir þingfulltrúar verið hvattir til þess að nýta sér þennan möguleika.

Á ársþingsvefnum er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um ársþing KSÍ.  Ársskýrsla stjórnar er nú í fyrsta sinn birt sem sérstök vefsíða í stað PDF-forms fyrri ára.

Ársþingsvefur KSÍ

Ársskýrsla KSÍ

Vefútsending frá ársþingi (einnig hægt að fara á Youtube-síðu KSÍ