• mið. 21. apr. 2021
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Mjólkurbikarinn 2021 að hefjast

Keppni í Mjólkurbikarnum 2021 er að hefjast og eru fjölmargir leikir á dagskrá næstu daga.

Fyrsti leikur í Mjólkurbikar karla er á fimmtudag, sumardaginnn fyrsta, þegar Njarðvík tekur á móti KH í Reykjaneshöllinni.  Tólf leikir fara svo fram föstudaginn 23. apríl og aðrir tólf laugardaginn 24. apríl.  Sex leikir verða á sunnudag og fyrstu umferð lýkur svo á mánudag með viðureign Reynis H. og Aftureldingar á Hellissandsvelli.  Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða leikina nánar.

Mjólkurbikar karla 2021

Tveir leikir eru í 1. umferð Mjólkurbikars kvenna og fara þeir báðir fram mánudaginn 26. apríl.  Annars vegar mætast SR og KM á Eimskipsvellinum í Laugardal og hins vegar ÍR og KH á Herts vellinum í Breiðholti.  2. umferð fer svo fram dagana 30. apríl til 2. maí og 3. umferð verður leikin um miðjan maí.  Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða leikina í fyrstu umferðunum.

Mjólkurbikar kvenna 2021