• mán. 26. apr. 2021
  • Mótamál

Staðfest leikjadagskrá yngri flokka í sumar

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja sumarsins í yngri aldursflokkum, en þar með hafa nánast allir leikir í mótum sumarsins verið staðfestir.

Niðurröðun leikja í mótum eldri flokks er ekki tilbúin, en hún verður birt á næstu dögum.

Vinsamlegast hafið í huga að verulega miklar breytingar hafa verið gerðar undanfarna daga á niðurröðun leikja í sumum mótum vegna breyttra skráninga. Því er mikilvægt  að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög leikja verði tekin úr umferð til þess að forðast óþarfa misskilning.

Ákvörðun mótanefndar um breytingar leikja

Óheimilt er (nema í sérstökum neyðartilfellum) að fresta leikjum yngri flokka sem eru á dagskrá í maí, júní og júlí, aftur fyrir 1. ágúst. Vinsamlegast kynnið ofangreinda ákvörðun meðal ykkar þjálfara.

Minnt er á að leikjum er að öllu jöfnu ekki breytt nema fyrir liggi staðfesting beggja félaga. Hafið jafnframt í huga að sérstakt breytingagjald er innheimt ef ósk um breytingu á leik berst innan við 7 daga fyrir leikdag. Gjald þetta er kr. 2.000.- í yngri aldursflokkum en kr. 15.000.- í meistaraflokki. Ekki er innheimt gjald ef óskin um breytingu er nauðsynleg vegna verkefna landsliða eða annarra óviðráðanlegra orsaka.

Breytingagjald fellur niður vegna leikja yngri flokka sem fara fram fyrir 15. maí.