• fös. 28. maí 2021
  • Stjórn
  • Ársþing

Hlutfall kvenna í nefndum KSÍ rúm 30%

Á fundi stjórnar KSÍ þann 25. maí var skipað í nefndir og starfshópa og samþykkti stjórnin nefndaskipan til eins árs. Þann 12. febrúar 2020 samþykkti stjórnin að hlutfall kvenna í stjórnum og nefndum skyldi verða a.m.k. 30% innan tveggja ára. Með nefndaskipan nú er hlutfallið orðið rúm 30%.

Guðni Bergsson formaður KSÍ: „Það er okkur í KSÍ mikið gleðiefni að þessu hlutfalli sé náð og óhætt að segja að um áfangasigur sé að ræða. En við megum samt ekki láta staðar numið, við þurfum að halda áfram og hvetja konur til að ganga til liðs við okkur - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni. Við þurfum fleiri konur í fótbolta.“