• mið. 30. jún. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Dregið í Meistaradeildinni á föstudag

Breiðablik og Valur verða í pottunum þegar dregið verður í UEFA Women´s Champions League í höfuðstöðvum UEFA á föstudag.  Drátturinn hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á vef UEFA.  Keppnin er með nýju sniði í ár og taka þátt alls 72 félagslið frá 50 löndum.

Breiðablik er í potti 1 Champions Path og Valur er í potti 2 í League Path.  Smellið hér að neðan til að lesa allt um dráttinn - flokkun liða og fyrirkomulag.

Þess má geta að allir leikir í keppninni, þar á meðal leikir Breiðabliks og Vals, verða sýndir í beinni útsendingu á Youtube og þannig aðgengilegir knattspyrnuáhugafólki um allan heim.

Allt um Women´s Champions League á vef UEFA

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net