• fim. 08. júl. 2021
  • Evrópuleikir
  • Mótamál

Evrópuleikir félagsliða – Íslensku liðin hefja leik í nýrri sambandsdeild UEFA

Íslensku liðin þrjú sem leika í nýrri sambandsdeild UEFA spila öll í dag.

Í Lúxemborg mætir Breiðablik liði Racing Union og hefst leikurinn kl. 17:00 í íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á heimasíðu UEFA

FH og Stjarnan eiga bæði heimaleik í dag. FH fær Sligo Rovers frá Írlandi í heimsókn í Kaplakrika og hefst leikurinn kl. 18:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Stjarnan spilar gegn Bohemian sem einnig er frá Írlandi. Sá leikur hefst kl. 19:45.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net