• fim. 08. júl. 2021
  • Evrópuleikir
  • Mótamál

Evrópuleikir félagsliða – Valur skoraði tvö mörk á móti Dinamo Zagreb

Karlalið Vals hóf leik í undankeppni meistaradeildarinnar í gær en leikið var á Maksimir leikvellinum í Zagreb. Leikurinn endaði með 3-2 sigri heimamanna. Mörk Vals í leiknum skoruðu þeir Kristinn Freyr Sigurðsson (víti) og Andri Adolfsson.

Síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb verður á Valsvelli þriðjudaginn 13. júlí.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net