• þri. 13. júl. 2021

Fótboltaæfingar hjá Íþróttafélaginu Ösp hefjast þriðjudaginn 20. júlí

Íþróttafélagið Ösp stendur fyrir fótboltaæfingum fyrir börn á þriðjudögum í sumar og fara þær fram á grasvelli hjá Þrótti R.

Fyrstu æfingarnar fara fram þriðjudaginn 20. júlí og eru þær tvískiptar, stúlkur æfa kl. 18:00 og drengir kl. 18:45.

Piotr Wojdat, þjálfari hjá Ösp, stjórnar æfingunum og hægt er að fá frekari upplýsingar hjá honum á piotr@hafnarfjordur.is

Íþróttafélagið Ösp var stofnað 18. Maí, 1980 af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla, með stuðningi frá Íþróttasambandi Fatlaðra. Markmið Íþróttafélagsins Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum hjá félögunum, með sem fjölbreyttustum hætti, þeim til heilsubótar og ánægju og þátttöku í íþróttamótum, þar sem hæfni hvers og eins nýtur sín sem best.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um félagið á heimasíðu þess.

Heimasíða Asparinnar