• þri. 13. júl. 2021
  • Dómaramál

Ívar Orri dæmir leik í Sambandsdeild Evrópu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik The New Saints FC frá Wales og Glentoran FC frá Norður Írlandi í Sambandsdeild Evrópu.

Leikurinn fer fram á heimavelli The New Saints FC, Oswestry, fimmtudaginn 15. júlí.

Honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Fjórði dómari verður Þorvaldur Árnason.