• þri. 13. júl. 2021
  • U16 karla
  • Landslið

U16 karla leikur tvo vináttuleiki við Finnland í ágúst

U16 karla mætir Finnlandi í tveimur vináttuleikjum í ágúst og fara báðir leikirnir fram í Finnlandi.

Fyrri leikurinn fer fram 6. ágúst á Pihlajamäki klo í Helsinki og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma. Síðari leikurinn verður leikinn á Myyrmäen jalkapallostadion í Vantaa og hefst hann kl. 15:00 að íslenskum tíma. 

Þetta eru fyrstu leikir U16 karla síðan í ágúst 2019, en Norðurlandamótið karlamegin var fellt niður í sumar ásamt leikjum liðsins árið 2020 vegna COVID-19. Jörundur Áki Sveinsson tók nýlega við þjálfun liðsins og verða þetta því fyrstu leikir liðsins undir hans stjórn.