• mið. 14. júl. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Leikið í Sambandsdeild UEFA á fimmtudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Síðari leikir fyrstu umferðar forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fara fram á fimmtudag.

Þrjú íslensk lið eru í keppninni, Stjarnan, FH og Breiðablik. Fyrri leikir liðanna fóru fram fyrir viku síðan og þá léku Stjarnan og FH heimaleiki, en Breiðablik ytra.

Breiðablik vann sinn leik gegn Racing Union frá Lúxemborg 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna. FH vann einnig sinn leik, 1-0, gegn Sligo Rovers frá Írlandi á Kaplakrikavelli. Að lokum gerði Stjarnan 1-1 jafntefli við Bohemians frá Írlandi á Samsungvellinum. Það er því ljóst að mikil spenna er fyrir síðari viðureignir liðanna og eiga öll þrjú liðin góða möguleika á að komast áfram í næstu umferð.

Miðsala á leik Breiðablik og Racing Union er í fullum gangi á tix.is.

Leikirnir þrír

Sligo Rovers - FH kl. 17:00 á The Showgrounds

Bohemians - Stjarnan kl. 18:45 á Dublin Arena

Breiðablik - Racing Union kl. 19:00 á Kópavogsvelli

Takist íslensku liðunum að komast áfram í aðra umferð forkeppninnar er ljóst hvaða liðum þau mæta.

Breiðablik mætir Austria Vín takist þeim að slá út Racing Union.

Stjarnan mætir Dudelange takist þeim að slá út Bohemians.

FH mætir Rosenborg takist þeim að slá út Bohemians.