• fim. 15. júl. 2021
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna á föstudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Á föstudag kemur í ljóst hvaða lið leika til úrslita í Mjólkurbikar kvenna, en báðir leikir undanúrslitanna fara fram þá.

Fyrri leikur dagsins hefst kl. 18:00 á Eimskipsvellinum þegar Þróttur R. mætir FH. Það verður svo risaslagur á Kópavogsvelli þegar Breiðablik og Valur mætast kl. 20:15. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Selfoss er enn handhafi Mjólkurbikars kvenna, en keppni var hætt árið 2020 þegar aðeins átti eftir að leika undanúrslit og úrslit vegna COVID-19. Það er því ljóst að nýr bikarmeistari verður krýndur 1. október.