• þri. 20. júl. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Önnur umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik, FH og Valur leika fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag.

FH og Valur leika fyrri leiki sína hér heima, FH mætir Rosenborg á Kaplakrikavelli kl. 19:00 og Valur mætir Bodo/Glimt á Origo vellinum kl. 19:00. Breiðablik byrjar hins vegar á útivelli þegar liðið mætir Austria Wien og hefst sá leikur kl. 16:00. Liðin mætast svo aftur að viku liðinni.

Þegar hefur verið dregið í næstu umferð forkeppninnar og því ljóst hvaða liðum íslenskum liðin mæta takist þeim að komast áfram. Takist Breiðablik að fara áfram úr sínu einvígi mætir liðið annað hvort Aberdeen frá Skotlandi eða Häcken frá Svíþjóð. FH gæti mætt Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi og Valur mætir Prishtina frá Kosóvó eða Connah´s Quay Nomads frá Wales takist þeim að slá út Alfons Sampsted og félaga í Bodo/Glimt.