• mán. 26. júl. 2021
  • Landslið
  • U16 karla

Vináttuleikjum U16 karla við Finnland frestað

Til stóð að U16 landslið karla myndi mæta Finnum í tveimur vináttuleikjum í ágúst og áttu báðir leikirnir að fara fram í Finnlandi, eins og tilkynnt var um miðjan júlí. 

Í ljósi stöðu mála gagnvart Covid-19 hefur verið ákveðið að fresta leikjunum um óákveðinn tíma og kanna möguleikann á að setja leikina á dagsetningar seinna í haust.