• fim. 05. ágú. 2021
  • Agamál

Leikur FH og ÍA í bikarkeppni 2. flokks kvenna skal endurtekinn

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli nr. 10/2021. Hefur aga- og úrskurðarnefnd ákveðið að leikur FH og ÍA í Bikarkeppni 2. flokks kvenna sem fram fór 11. júlí 2021 skuli endurtekinn með þeim hætti að hann hefjist þegar venjulegum leiktíma hans lauk og frá upphafi framlengingar.

Úr niðurstöðu í máli nr. 5/2021:
„Í máli þessu snýst ágreiningurinn um það hvort keppnislið sem taka þátt í knattpyrnumótum á vegum KSÍ geti samið sig undan skyldum reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót um framkvæmd knattspyrnuleikja. Eins og fram er komið í gögnum heldur kærði því fram að málsaðilar hafi verið ásáttir um það fyrir leik FH og ÍA í Bikarkepnni 2. flokks kvenna, sem fram fór þann 11. júlí s.l., að sleppa framlengingu og fara beint í vítaspyrnukeppni. Þetta virðist síðan hafa verið framkvæmt með vitund og vilja dómara leiksins. Kærandi tjáir sig ekki í kæru um hvernig að þessari vítaspyrnukeppni var staðið.

Aga- og úrskurðarnefnd telur að slíkt samkomulag hefði engu breytt með tilvísun í skýrt orðalag um bikarkeppni í ákvæði 30.2.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót sem er ófrávíkjanlegt. Þar segir að leika skuli til þrautar og sé jafnt að lokum venjulegs leiktíma skuli framlengt og sé enn jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.“

[...]

„Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að endurtaka skuli leik ÍA og FH í Bikarkeppni 2. flokks kvenna að nýju með þeim hætti að hann hefjist eftir að venjulegum leiktíma hans lauk og frá upphafi framlengingar og verði þannig framkvæmdur samkvæmt fyrrnefndu ákvæði í grein 30.2.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Verði jafnt eftir framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni.“

Úrskurður í máli nr. 10/2021