• fim. 12. ágú. 2021
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum Mjólkurbikars karla

Dregið hefur verið í 8 liða úrslit Mjólkurbikars karla, en drátturinn fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikirnir fara fram dagana 10. og 11. september. 

Sex liðanna koma úr Pepsi Max deild, eitt úr Lengjudeildinni og eitt úr 2. deild.

8 liða úrslit Mjólkurbikars karla

ÍR - ÍA

Fylkir - Víkingur R.

Vestri - Valur

HK - Keflavík