• fös. 20. ágú. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir Gintra á laugardag í undankeppni Meistaradeildar kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik mætir Gintra frá Litháen á laugardag í undankeppni Meistaradeildar kvenna.

Sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í næstu umferð undankeppni keppninnar, en dregið verður í næstu umferð sunnudaginn 22. ágúst kl. 11:00.

Leikurinn fer fram á Siauliai central stadium í Siauliai, Litháen. Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Breiðablik vann KÍ 7-0 á miðvikudag á meðan Gintra vann 2-0 sigur gegn Flora Tallin.