• fös. 20. ágú. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Frábær 3-1 sigur hjá Val gegn FC Zurich

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur vann frábæran 3-1 sigur gegn FC Zurich í leik um þriðja sæti riðilsins í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu og var staðan 1-0 fyrir Val í hálfleik. Síðari hálfleikur hófst með látum, en Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi hans og staðan því orðin 3-0 fyrir Val. Naomi Mégroz minnkaði muninn í 3-1 fyrir FC Zurich þegar hálftími var eftir af leiknum, en nær komust þær ekki og frábær 3-1 sigur Vals staðreynd.