• lau. 21. ágú. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Blikar í umspil um sæti í Meistaradeildinni

Breiðablik vann í dag, laugardag, 8-1 stórsigur á Gintra frá Litháen í forkeppni Meistaradeildar kvenna (UEFA Women´s Champions League), en leikurinn fór fram á Siauliai central stadium í Siauliai, Litháen. Úrslitin þýða að Blikaliðið er komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Eins og úrslitin gefa tilkynna var um öruggan sigur Breiðabliks að ræða og Blikaliðið fylgdi þarna vel eftir 7-0 sigri á KÍ frá Færeyjum á miðvikudag í fyrri umferð forkeppninnar.  Blikar leiddu með þremur mörkum í háfleik og juku forystuna í fjögur mörk snemma í seinni hálfleik, en Gintas minnkaði þó muninn strax. Breiðablik tók þá öll völd í leiknum og raðaði inn fjórum mörkum til viðbótar áður en yfir lauk.  Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk í leiknum, TIffany Janea McCarthy gerði tvö mörk og þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Heiðdís Lillýardóttir og Chloe Nicole Vande Velde eitt mark hver.

Dregið verður í umspilið sunnudaginn 22. ágúst kl. 11:00 og er hægt að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á vef UEFA.

Allt um Meistaradeildina á vef UEFA

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net