• sun. 22. ágú. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir Osijek í Meistaradeild kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik mætir Osijek frá Króatíu í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna.

Fyrri leikurinn fer fram 31. ágúst eða 1. september og sá síðari viku seinna, 8. eða 9. september. Dregið verður í riðlakeppnina 13. september.

Osijek vann Breznica frá Svartfjallalandi 5-0 og Anderlecht frá Belgíu 1-0 í fyrri umferð forkeppninnar á meðan Breiðablik vann 7-0 sigur gegn KÍ frá Færeyjum og 8-1 gegn Gintra frá Litháen.