• þri. 31. ágú. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik mætir ZNK Osijek á miðvikudag í Meistaradeild kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik mætir ZNK Osijek frá Króatíu á miðvikudag í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar kvenna.

Leikurinn fer fram Stadion Gradski vrt í Osijek og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Liðin mætast svo öðru sinni á Kópavogsvelli fimmtudaginn 9. september kl. 17:00. Það lið sem kemst áfram úr viðureigninni fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.